Sinubruni í Vatnsmýrinni

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sinubruni í Vatnsmýrinni

Kaupa Í körfu

Sinubruninn sem varð í Vatnsmýrinni í Reykjavík á þriðjudagskvöldið hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Eldurinn, sem kviknaði nærri Öskju, húsnæði Háskóla Íslands, barst um tvö hundruð metra undan vindi í átt að Eggertsgötu. Um fimm hektara svæði varð eldinum að bráð. Slökkviliðið hefur ekki enn komist að því hvað kveikti eldinn. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki þurfi mikið til að kveikja í sinu um þessar mundir. Margar skýringar komi til greina. „Það getur þess vegna hafa tengst flugeldi, einhver hent út sígarettu eða eitthvað annað,“ segir slökkviliðsstjórinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar