Fundur innanríkisráðherra, lögreglunnar og tollgæslunnar
Kaupa Í körfu
„Við erum lýðræðisþjóðfélag sem ætlar að verja sig. Við ætlum ekki að láta það gerast að Ísland verði gert að einhvers konar mafíulandi sem er í heljargreipum glæpahópa.“ Þessi orð lét Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, falla á blaðamannafundi ráðuneytis hans, lögreglunnar og tollgæslunnar í gær. Löggæsluyfirvöld á Íslandi hafa sagt innlendum sem erlendum glæpagengjum stríð á hendur. Frumvarp verður lagt fram á Alþingi á allra næstu vikum. Lögin munu rýmka rannsóknarheimildir lögreglunnar í þessum málum. Tilefnið er að vísbendingar hafa borist lögreglunni um að skipulögð glæpastarfsemi sé að færast í vöxt hér á landi og að vaxandi spenna sé ríkjandi í íslensku undirheimunum. Óttast er að alþjóðlegir glæpahringir séu að skjóta hér rótum og að sögn lögreglunnar býr hún yfir áreiðanlegum upplýsingum um að vélhjólagengið MC Iceland fái um næstu helgi stöðu fullgildrar og sjálfstæðrar deildar innan samtaka Vítisengla (e. Hells Angels). Það muni eiga sér stað í Noregi.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir