Stjörnuver í Frostaskjóli

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Stjörnuver í Frostaskjóli

Kaupa Í körfu

Stjörnuver er sýndarheimur þar sem áhorfendur sitja í kúlulaga hvelfingu og skoða stjörnuhimininn og jörðina frá ýmsum sjónarhornum í sólkerfinu. Stjörnuverið er færanleg kennslustofa og inniheldur allt sem þarf til þess að fræða fólk um alheiminn á sjónrænan hátt en því er ætlað að gera stjörnufræðikennslu í skólum skemmtilegri. Krakkar í tíunda bekk í Hagaskóla heimsóttu Stjörnuverið í Frostaskjóli. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og sátu þeir kyrrir og hljóðir meðan á fyrirlestrinum stóð, ólíkt því sem gerist inni í kennslustofu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar