Nemendur kepptu um árangursríkasta fræðsluefnið

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Nemendur kepptu um árangursríkasta fræðsluefnið

Kaupa Í körfu

Menntaskólinn við Hamrahlíð hlaut í gær viðurkenningu sem besti skólinn í hugmyndasamkeppninni Vertu til - lifum af í umferðinni sem Umferðarstofa efndi til. Þóttu nemendur skólans sýna sérlega mikinn áhuga í keppninni og koma með margar og góðar hugmyndir. Í tólf vikur kepptust allir framhaldsskólar landsins við að búa til besta og árangursríkasta fræðslu- og áróðursefnið og voru verðlaun og viðurkenningar afhent á Bessastöðum. Sindri Benediktsson, nemandi í MH, fékk verðlaun fyrir bestu ljósmyndina og Camilla Margrét B. Thomsen, nemandi í Kvennaskólanum, fyrir besta slagorðið, sem var mættu frekar seinna en aldrei

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar