Sápukúlmeistari leikur listir sínar á Klambratúni
Kaupa Í körfu
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég prófa svo stórar sápukúlur,“ segir Kári Svan Rafnsson, meðlimur í Sirkus Íslands-hópnum, um fimm metra langa sápukúlu sem hann bjó til er hann var staddur á Klambratúni. „Ég hef verið að finna upp uppskriftir og þróa þetta áfram í um einn mánuð.“ Til verksins notar Kári heimatilbúna mixtúru og dýfir þar ofan í tveimur prikum sem tengd eru við snæri. „Kjöraðstæður eru hæg gola og blautt veður, vegna þess að blöðrurnar lifa á raka. Því þurrara sem er, því fyrr þorna þær upp og springa. Þetta spratt upp úr sirkusstarfinu, maður er alltaf að skoða hitt og þetta í fjöllistum.“ Ásamt nýtilkominni færni í sápukúlugerð hefur Kári með sirkushópnum verið að snúa upp á blöðrur, halda hlutum á lofti og sýna loftfimleikalistir. „Þetta verður undir væng sirkussins og ég verð væntanlega á hátíðum á hans vegum að búa til kúlur. Þetta er alveg þrælskemmtilegt,“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir