Tungufljótsbrú í Biskupstungum
Kaupa Í körfu
FRAMKVÆMDIR við endurnýjun gömlu Tungufljótsbrúarinnar í Biskupstungum hófust í gær, en brúin var byggð árið 1930 og hefur hún þjónað hreppsmönnum síðan. Að sögn Ragnars Sæs Ragnarssonar, sveitarstjóra Biskupstungnahrepps, nemur kostnaður vegna framkvæmdanna þremur milljónum króna, en brúin er ekki lengur á framkvæmdalista Vegagerðarinnar eftir að önnur brú var byggð yfir fljótið um 14 km sunnar. Fé til framkvæmdanna kemur frá einkaaðilum, en Styrkjasjóður Vegagerðarinnar veitti þó um 800 þúsund krónur til verksins. Aðrir styrktaraðilar eru BYKO, sem stundar skógrækt á svæðinu, Bátafólkið, Harpa, Steypustöðin og Biskupstungnahreppur. Að sögn Ragnars var brúin mjög illa á sig komin og tími til kominn að koma á hana lagi. Efnt verður til hátíðahalda að framkvæmdum loknum og verða þau hinn 27. ágúst næstkomandi.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir