John Galtung

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

John Galtung

Kaupa Í körfu

„Ísland getur orðið frábær staður fyrir frið og því þarf að tala um það og hvað það þýðir. Ykkur eru í raun engin mörk sett í þessu en til þess að geta stillt til friðar í deilum annarra verðið þið að sýna getu ykkar á því sviði svo traust geti skapast,“ segir Johan Galtung, stærðfræðingur, félagsfræðingur, stjórnmálafræðingur og einn áhrifamesti fræðimaður heims í átaka- og friðarfræðum, en hann er í heimsókn hér á landi. Mun hann með- al annars kynna hugmynd sína um að Ísland verði gert að friðarríki þar sem stofnuð yrði málamiðlunarmiðstöð í Reykjavík, eða Reykjavík Mediation Center (RMC). Galtung stofnaði samtök um sáttamiðlun árið 1993 sem starfa um allan heim, en hann hóf störf á þessu sviði árið 1959 með stofnun fyrstu rannsóknarstofnunar heims í átaka- og friðarfræðum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar