Valsstúlkur deildarmeistarar

Valsstúlkur deildarmeistarar

Kaupa Í körfu

NÝTT nafn var skráð á deildabikar kvenna á laugardag þegar Valur sigraði Breiðablik í úrslitaleik á Kópavogsvelli. Aðeins tvö félög höfðu áður sigrað í deildabikarkeppni kvenna, Breiðablik og KR, Breiðablik sigraði fyrstu þrjú árin sem keppt var um bikarinn en KR næstu fjögur ár þar á eftir. Það brutust því að vonum út mikil fagnaðarlæti hjá Valsstúlkum þegar öruggur, 4:1, sigur þeirra var í höfn. Myndatexti: Íris Antonsdóttir, t.v., tekur við sigurlaunum deildabikarkeppninnar úr hendi Halldórs B. Jónssonar, varaformanns KSÍ, ásamt Rósu Júlíu Steinþórsdóttir, fyrirliða Vals.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar