Kassaklifur á Þórshöfn

Líney Siguðrardóttir

Kassaklifur á Þórshöfn

Kaupa Í körfu

KASSAKLIFUR er að verða vinsæl íþrótt en ungmenni á Þórshöfn spreyttu sig á henni í íþróttamiðstöðinni Verinu um helgina. Skátafélagið Goðar stóð fyrir klifrinu og reyndu krakkarnir að komast sem hæst upp en urðu að hætta í 26 kassa hæð af þeirri einföldu ástæðu að ekki voru til fleiri kassar. Það tókst því ekki að slá Íslandsmetið sem er 36 kassar þegar síðast var vitað. Þetta þótti hin besta skemmtun en er þó varla fyrir þá sem þjást af lofthræðslu. MYNDATEXTI: Sigurður Kári komst upp á 26 kassa en fleiri kassar voru ekki til.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar