Kynningarfundur um virkjun Þjórsár

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kynningarfundur um virkjun Þjórsár

Kaupa Í körfu

Margir sóttu kynningarfund Landsvirkjunar á Skeiðum vegna virkjana Fjölmargir lögðu leið sína að Brautarholti á Skeiðum í gær þar sem fulltrúar Landsvirkjunar stóðu fyrir kynningu á umhverfisáhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár, við Núp og Urriðafoss. Fulltrúar Landsvirkjunar kynntu skýrslur um mat á umhverfisáhrifum virkjunar Þjórsár við Núp og Urriðafossvirkjunar með opnu húsi í Brautarholti á Skeiðum í gær. Tugir heimamanna kynntu sér af miklum áhuga hinar fyrirhuguðu framkvæmdir í gærdag en kynningin stóð fram á kvöld. Sett voru upp veggspjöld með kynningarmyndum og kortum og var skýrslum um mat á umhverfisáhrifum dreift. MYNDATEXTI: Ólafur Leifsson, sveitarstjórnarmaður á Skeiðum (t.h.), hlýðir á útskýringar Sigmundar Einarssonar, fulltrúa Landsvirkjunar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar