Í Bagdad eftir stríðið

Þorkell Þorkelsson

Í Bagdad eftir stríðið

Kaupa Í körfu

Samkvæmt Genfarsáttmálanum er það hlutverk hernaðaraðila að tryggja öryggi borgara að loknu stríði. Það hefur að mati Sigrúnar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands, sem er stödd í Bagdad, ekki gengið eftir. Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, er einnig staddur í borginni á vegum Rauða krossins. HÉR ríkir mjög sérkennilegt ástand. Öll innri starfsemi landsins er lömuð sem felur í sér að skortur er á eldsneyti, engir fjölmiðlar eru starfandi, verslanir eru opnar að mjög takmörkuðu leyti og þrátt fyrir að fólk reyni almennt að sækja vinnu fær það engin laun. Auk þess eru ruslahaugar á víð og dreif um borgina og skolplagnir víða í ólagi." MYNDATEXTI: Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, kynnti sér ástandið í eina starfandi geðsjúkrahúsinu í Bagdad. Húsið er þó vart starfhæft eftir að öllu steini léttara var stolið þaðan í stríðinu. Fyrir átökin voru þar um 1.500 sjúklingar. Óttast er að margir þeirra séu á vergangi eða látnir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar