Ólafur Ragnar Grímsson 60 ára

Sverrir Vilhelmsson

Ólafur Ragnar Grímsson 60 ára

Kaupa Í körfu

FJÖLSKYLDA, vinir og samferðamenn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, efndu til viðamikillar dagskrár í Borgarleikhúsinu í gær í tilefni 60 ára afmælis forsetans og var þétt setinn bekkurinn. Margir listamenn komu fram og stutt ávörp voru flutt auk þess sem sýnt var úr kvikmynd með brotum úr ævi forsetans. Ólafur Ragnar Grímsson flutti síðan stutt þakkarávarp áður en boðið var upp á veitingar. MYNDATEXTI: Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Þorsteinn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Norræna verkefnaútflutningssjóðsins, voru meðal gesta í Borgarleikhúsinu í gær og ræða hér við afmælisbarnið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar