Ólafía

Sverrir Vilhelmsson

Ólafía

Kaupa Í körfu

Guðrún Ásmundsdóttir leikkona hefur síðustu átta ár unnið að gerð leikverks um líf Ólafíu Jóhannsdóttur sem verður frumsýnt næstkomandi laugardag í Mosfellskirkju, en Ólafía var einmitt fædd á Mosfelli. "Þetta hefur verið spennandi ganga/Leikverkið ber heitið Ólafía og koma tíu leikarar auk tónlistarfólks fram í sýningunni. Það eru Edda Björgvinsdóttir, sem fer með hlutverk Ólafíu, Þröstur Leó Gunnarsson, María Ellingsen, Eyvindur Erlendsson, Margrét Ákadóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Rakel Mjöll Leifsdóttir, Kormákur Örn Axelsson og Snæbjörn Áki Friðriksson. "Ég hef fengið bestu leikara sem ég hefði getað fengið til liðs við mig," segir Guðrún. MYNDATEXTI: Fjórar leikkonur í leikverkinu Ólafía eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, sem frumsýnt verður í Mosfellskirkju á laugardaginn. (Leikkonur í þjóðbúningi)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar