Magnús Skúlason læknir á Sogni

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Magnús Skúlason læknir á Sogni

Kaupa Í körfu

Magnús Skúlason yfirlæknir á Réttargeðdeildinni að Sogni, segir þörf á að fjölga plássum fyrir ósakhæfa og sakhæfa geðsjúka brotamenn á Sogni, og fjölga stöðugildum til samræmis við það. Segir hann brýnt að auka við húsakost deildarinnar. Lagðar hafa verið fram formlegar tillögur til heilbrigðisráðuneytisins um stækkun að Sogni til að unnt sé að veita víðtækari þjónustu, bæði á staðnum sjálfum og í fangelsinu að Litla-Hrauni. MYNDATEXTI: "Miðað við ríkjandi hefð í geðrannsóknum og dómum, þá þyrftu að vera mun víðari skilmerki til meðferðardóma heldur en nú er hvað ósakhæfi varðar," segir Magnús Skúlason, yfirlæknir á Réttargeðdeildinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar