Lína langsokkur
Kaupa Í körfu
LEIKFÉLAG Reykjavíkur mun í haust setja upp hið sívinsæla barnaleikrit Línu Langsokk. Leikverkið er sem kunnugt er byggt á sögum Astrid Lindgren um þennan rauðhærða og freknótta æringja og mörg börn sem fullorðnir þekkja af ýmsum skrýtnum og skemmtilegum uppátækjum. Æfingar hófust nú í vikunni en leikstjórinn er María Reyndal. Hún brá á það ráð í góða veðrinu í gær að fara með leikhópinn út á svalir Borgarleikhússins og halda æfingum áfram þar. Það lagðist vel í leikhópinn enda nóg pláss fyrir Línu að fetta sig og bretta. Með hlutverk Línu fer Ilmur Stefánsdóttir en hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands nú í vor. Ilmur segir að hlutverkið leggist vel í sig. "Þessi fyrsta vika er búin að vera virkilega skemmtileg. Ég held að þetta verði alveg frábært æfingaferli og frábær sýning," segir Ilmur. Leiðréttirng: Útskrifuð úr leiklistardeild LÍ Í Morgunblaðinu í gær var sagt að Ilmur Stefánsdóttir hefði útskrifast úr Leiklistarskóla Íslands. Leiklistarskólinn var lagður niður árið 2000 og útskrifaðist Ilmur því úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Beðist er velvirðingar á þessu. (lagfærði texta)
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir