Æfing í Fella- og Hólakirkju

Arnaldur Halldórsson

Æfing í Fella- og Hólakirkju

Kaupa Í körfu

SÖNGHÓPURINN Sunnan heiða mun frumflytja verkið Stemmur eftir Gunnstein Ólafsson á tónleikum í Salnum næstkomandi sunnudag klukkan 17. Einsöngvarar með kórnum verða þeir Pétur Björnsson kvæðamaður og Ólafur Kjartan Sigurðsson barítón en stjórnandi er Kári Gestsson. Sönghópurinn sem er að stofni til kór Svarfdælinga í Reykjavík er síðan á leið í söngferð til Færeyja og Hjaltlandseyja í júní og mun meðal annars flytja verkið í Norræna húsinu í Þórshöfn á Menningarnótt Færeyinga. Sönghópurinn var um helgina við upptökur í Fella- og Hólakirkju og við það tilefni var þessi mynd tekin en stefnt er að því að gefa út geisladisk í haust. MYNDATEXTI: Kári Gestsson stjórnar sönghópnum Sunnan heiða og Ólafi Kjartani Sigurðssyni í Fella- og Hólakirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar