Gústaf Gústafsson

Jónas Erlendsson

Gústaf Gústafsson

Kaupa Í körfu

GÚSTAF Gústafsson blikksmiður er 75 ára og hefur stundað veiðiskap í Heiðarvatni í Mýrdal í rúma hálfa öld. Hann hefur haft við vatnið sína bátskektu, hjólhýsi af minnstu gerð og spúnana sína, sem eru víðfrægir vegna sérstöðu sinnar, en þeir eru tilklipptir úr gömlum krómuðum stefnuljósahlífum af gömlum Volkswagen-bjöllum. Og engin smásmíði enda er Gústaf ekki að egna fyrir neina smáfiska. Nú gæti verið að Gústaf hefði farið í sína síðustu veiðiferð í Heiðarvatn. MYNDATEXTI: Gústi veiðimaður við bátinn sinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar