Slysaæfing í Hvalfirði

Arnaldur Halldórsson

Slysaæfing í Hvalfirði

Kaupa Í körfu

Björgunarsveitin Ársæll í Reykjavík og á Seltjarnarnesi hélt umfangsmikla sjóbjörgunaræfingu í Hvalfirðinum í gær. Í henni tóku þátt um 120 manns og voru tuttugu bátar og tvær þyrlur notuð við æfingarnar. Að sögn Einars Arnar Jónssonar hjá Ársæli er þetta umfangsmesta sjóbjörgunaræfing sem björgunarsveitin hefur haldið um árabil "Við vorum að æfa sjóbjörgun á sjó og í lofti með þyrlum, dýfingaræfingar og köfunaræfingar," segir Einar. Um tuttugu kafarar tóku þátt í æfingunni og var meðal annars kafað niður að bíl sem var sökkt fyrir æfinguna. (Slysaæfing í Hvalfirði)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar