Skiphellir og Reynisdrangar

Jónas Erlendsson

Skiphellir og Reynisdrangar

Kaupa Í körfu

Haustið hefur verið vætusamt og tiltölulega hlýtt í Mýrdalnum. Sólin hefur þó oft náð að skína á dropana og mynda regnboga. Einn slíkur var upp af Reynisdröngum þegar þessi mynd var tekin. Í forgrunni sést Skiphellir, sem er í hömrunum rétt austan við Höfðabrekku. Útræði tók þar af í Kötluhlaupi árið 1660 en þá bar jökulhlaupið fram efnið í láglendið sem þjóðvegurinn austur á Mýrdalssand liggur nú um.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar