Cannes 2003 Arnold Schwarzenegger

Halldór Kolbeins

Cannes 2003 Arnold Schwarzenegger

Kaupa Í körfu

Eitt heitasta teiti kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár var MTV-teitið árlega sem að þessu sinni var haldið til heiðurs væntanlegri Tortímandamynd, hinnar þriðju í röðinni, sem frumsýnd verður í júlí. Slegist var um miða í þetta sjóðheita teiti enda búið að lofa miklum dýrðum og það sem meira er, nærveru stjarnanna úr Tortímandanum, þeim Arnold Schwarzenegger, Clare Danes, Kristönnu Loken og Nick Stahl MYNDATEXTI: Arnold Schwarzenegger var hinn brattasti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar