Anna María Hjálmarsdóttir og Sæunn Guðmundsdóttir

Kristján Kristjánsson

Anna María Hjálmarsdóttir og Sæunn Guðmundsdóttir

Kaupa Í körfu

AFLIÐ, sem er systursamtök Stígamóta, hóf starfsemi af krafti um síðustu áramót, en félagið var stofnað fyrir um einu ári, í apríl 2002, og voru stofnfélagar um 50 talsins. Aflið hefur fengið að láni húsnæði hjá Menntasmiðjunni við Glerárgötu á Akureyri, en boðið er upp á símatíma einu sinni í viku, frá kl. 17 til 19 á miðvikudögum. Sæunn Guðmundsdóttir og Anna María Hjálmarsdóttir eru í stjórn samtakanna en alls sitja í stjórninni 7 manns. Þær sögðu starfsemina byggjast upp á sjálfboðaliðastarfi, en vonast til þess að hægt verði að ráða starfsmann í hlutastöðu síðar á árinu eða kringum næstu áramót Myndatexti: Anna María Hjálmarsdóttir og Sæunn Guðmundsdóttir í stjórn Aflsins, systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar