Húsgagnahöllin

Sverrir Vilhelmsson

Húsgagnahöllin

Kaupa Í körfu

NÝ OG endurbætt Húsgagnahöll var opnuð almenningi í gærmorgun. Fjölmargir lögðu leið sína þangað af því tilefni og virtust gestir kunna vel að meta það sem í boði var. Lyklar að versluninni bárust í hendur forsvarsmanna Húsgagnahallarinnar loftleiðina þegar tveir vaskir fallhlífastökkvarar lentu með þá við inngang hennar. Í Húsgagnahöllinni er stærsta lágvöruverðsverslun Krónunnar starfrækt, fyrsta Bodum-verslun landsins og glæsilegt bakarí og kaffihús. Þar er einnig á boðstólum fjölbreytt úrval húsgagna, auk þess sem í húsinu eru sportvöruverslunin Intersport og golfvöruverslunin Nevada Bob. MYNDATEXTI: Krónan hefur opnað nýja matvörubúð í Húsgagnahöllinni sem jafnframt er stærsta Krónuverslunin til þessa. Matvöruverslunin er í 900 fermetra rými og er sérstök áhersla lögð á aukið vöruúrval og meira sérvöruframboð, að sögn talsmanna verslunarinnar. Margir lögðu leið sína þangað í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar