Sigursteinn Guðmundsson

Sigurður Jónsson

Sigursteinn Guðmundsson

Kaupa Í körfu

Aðeins tveir eigendur að Willysnum frá Uppsölum "ÞESSI jeppi er alveg upprunalegur og meira að segja liturinn er sá sami og alltaf hefur verið. Það var Elías Tómasson frá Uppsölum í Hvolhreppi sem átti bílinn fyrstur og smíðaði yfir hann ásamt Ísleifi Sveinssyni frá Miðkoti í Fljótshlíð. Þeir smíðuðu tréhús á bílinn og stældu svokölluð Egils-hús sem byggð voru yfir Willysana á þeim tíma," segir Sigursteinn Guðmundsson, fyrrverandi bílstjóri á Selfossi, sem varðveitir Willysinn frá Uppsölum og er annar eigandi hans frá upphafi. MYNDATEXTI: Sigursteinn Guðmundsson við L 144, Willys árgerð 1946, glansandi fínan, á planinu framan við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar