Eurovision á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Eurovision á Húsavík

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var mikil stemmning og eftirvænting á Húsavík á laugardagskvöldið þegar Birgitta Haukdal og félagar hennar stigu á svið í Riga. Götur bæjarins voru nánast auðar þegar klukkan nálgaðist sjö því fáir vildu missa af því þegar Birgitta hæfi upp raust sína fyrst keppenda. Evróvisjónpartíin voru um allan bæ, misfjölmenn þó, en það fjölmennasta var á Fosshótel Húsavík þar sem um hundrað manns fylgdust með keppninni á risastóru breiðtjaldi. Myndatexti: Ungir sem aldnir sendu hlýja baráttustrauma frá Húsavík til Riga. Á myndinni eru Nína Björk Friðriksdóttir th. og Brynhildur Elvarsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar