Dýrin í Hálsaskógi

Jim Smart

Dýrin í Hálsaskógi

Kaupa Í körfu

Barrnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner verður sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í september og kom leikhópurinn saman til fyrstu æfingar á dögunum. /Að þessu sinni er það Þröstur Leó Gunnarsson sem fer með hlutverk hins sísvanga Mikka refs og Atli Rafn Sigurðarson leikur hinn snjalla og söngglaða Lilla klifurmús. Kjartan Guðjónsson leikur Martein skógarmús, Pálmi Gestsson fer með hlutverk Hérastubbs bakara og bakaradrenginn leikur Friðrik Friðriksson. Bangsapabbi og bangsamamma eru þau Örn Árnason og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, en Örn kemur nú aftur til starfa við Þjóðleikhúsið eftir nokkurt hlé. Ragnheiður Steindórsdóttir leikur ömmu skógarmús, sem víðfræg er fyrir flug sitt á regnhlíf. Húsamúsina leika þær Brynhildur Guðjónsdóttir og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir til skiptis. Manninn og konuna á bænum leika Randver Þorláksson og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Björgvin Franz Gíslason leikur Patta broddgölt og hundinn Hannibal. Margrét Guðmundsdóttir leikur krákuna og Sigríður Þorvaldsdóttir ugluna. MYNDATEXTI: Leikarar og aðstandendur sýningarinnar Dýrin í Hálsaskógi tóku sér hlé frá samlestrinum fyrir ljósmyndara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar