Sambíóin hafa afhent Umhyggju

Jim Smart

Sambíóin hafa afhent Umhyggju

Kaupa Í körfu

SAMBÍÓIN hafa afhent Umhyggju, félagi langveikra barna, eina milljón króna er safnaðist á skyggnilýsingarfundi og kvikmyndasýningu í Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri í síðasta mánuði. Miðlarnir Þórhallur Guðmundsson og Valgarður Einarsson stýrðu skyggnilýsingunni og á eftir var forsýnd kvikmyndin "How To Lose a Guy In 10 Days". Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna, og Valgarður afhentu Dögg Káradóttur, framkvæmdastjóra Umhyggju, afrakstur söfnunarinnar síðastliðinn föstudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar