Smáraskóli í Kópavogi

Halldór Kolbeins

Smáraskóli í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Það varð uppi fótur og fit í Smáraskóla í Kópavogi á dögunum þegar 7. bekkur R var kallaður á sal. Þar var hverjum og einum nemenda afhent umslag með skjali í og spenntir foreldrar þeirra fylgdust með á meðan umslögin voru opnuð. Eftir að hafa lesið sig í gegn um þó nokkurn texta á skjölunum rann upp ljós fyrir krökkunum - þau voru á leið til Kaupmannahafnar í helgarferð með bekkjarsystkinum sínum. Myndatexti: 7. R klár í utanlandsferðina: Bekkjarkennarinn Anna Lóa stendur til vinstri við krakkaskarann en lengst til hægri standa Elín Heiðberg Lýðsdóttir aðstoðarskólastjóri og Valgerður Snæland Jónsdóttir skólastjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar