Þjórsárbrúin flutt

Þjórsárbrúin flutt

Kaupa Í körfu

BYGGING nýrrar Þjórsárbrúar er komin á fullan skrið og er ætlunin að hún verði tekin í notkun í september. Vélsmiðjan Normi í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur byggt brúarstólpana en þetta er fyrsta Þjórsárbrúin sem er hönnuð og smíðuð á Íslandi. Að sögn Svavars Svavarssonar, forstjóra Norma, eru undirstöður fyrir brúna komnar en að öðru leyti hefur brúin verið smíðuð í sex 30 metra löngum hlutum sem nú er verið að flytja frá Vogum að Þjórsá. Til þessa verks hefur verið byggð sérstök undirstaða sem er sett á vagn og getur borið tvo bita. Nýja brúin er 700 metra neðar í ánni en sú gamla, sem mun standa áfram. Verður hún aðallega ætluð hestamönnum og göngufólki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar