Hljóðmön

Arnaldur Halldórsson

Hljóðmön

Kaupa Í körfu

Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, segir fund sem haldinn var með íbúum í fyrradag í tengslum við gerð hljóðmanar milli Silfurtúns og Hafnarfjarðarvegar fyrst og fremst hafa verið mjög góðan og gagnlegan og það sé fyrir mestu. "Fyrir okkur starfsmenn Garðabæjar var hann mjög gagnlegur. Hugmyndir og skoðanir íbúanna voru allar teknar niður og frá þessum fundi verður rituð ítarleg greinargerð sem verður lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til frekari ákvörðunar," segir hún. Hún segir að meginniðurstaða fundarins hafi verið sú að augljóslega séu mjög skiptar skoðanir í hverfinu um hljóðvistarmálin en það í sjálfu sér séu ekki ný tíðindi. Myndatexti: Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að mönin muni lækka umtalsvert frá því sem nú er.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar