Þykkvabæjarskóli

Anna Ólafsdóttir

Þykkvabæjarskóli

Kaupa Í körfu

Skólaslit fara fram í skólum um þessar mundir og svo var einnig í Þykkvabæjarskóla í vikunni. Að loknum hefðbundnum dagskráratriðum var dagskráin helguð þátttöku skólans í verkefninu "Skólar á grænni grein". Fulltrúar frá Landvernd og menntamálaráðuneytinu afhentu skólastjóranum, Unu Sölvadóttur, hinn svokallaða Grænfána sem er umhverfismerki og tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Nemendur skýrðu frá og sýndu verkefni sem unnin voru í vetur með umhverfisstefnuna að leiðarljósi. Myndatexti: Nemendur og kennarar Þykkvabæjarskóla ásamt gestum við skólaslitaathöfnina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar