Möðrudalur á Fjöllum í Jökuldalshreppi

Sigurður Aðalsteinsson

Möðrudalur á Fjöllum í Jökuldalshreppi

Kaupa Í körfu

TÍU kindur og tólf lömb drápust í gífurlegum bruna í útihúsum á bænum Möðrudal á Fjöllum í Jökuldalshreppi á fimmtudag. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Brunavarnir á Héraði voru kallaðar út á fimmtudagsmorgun og var um að ræða lengsta útkall slökkviliðsins, þar sem um 100 km var að fara. Þegar slökkvilið kom á vettvang voru útihúsin brunnin til kaldra kola en enn logaði í rúlluböggum sem erfitt reyndist að slökkva í. Myndatexti: Eingöngu grind fjárhúsanna stóð uppi eftir brunann, þar sem tíu kindur og tólf lömb brunnu inni. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar