Hjálmar - Rauði kross Íslads í Grindavík

Garðar Páll Víglundsson

Hjálmar - Rauði kross Íslads í Grindavík

Kaupa Í körfu

Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands hefur gefið nemendum 1. bekkjar Grunnskólans í Grindavík reiðhjólahjálma, eins og orðið er að hefð hjá félaginu./Guðfinna Bogadóttir er formaður Rauða kross deildarinnar: "Já, þetta er ánægjulegur dagur og ég hlakka til að heilsa öllum þessum krökkum á götum bæjarins í sumar með hjálminn góða. Lögreglan er líka búin að fara yfir þessi öryggismál í morgun með krökkunum þannig að þetta verður vonandi í lagi hjá okkur". Krakkarnir kvöddu svo gestina með þakkarkveðju og fullvissuðu gestina um að þau myndu nota hjálma í sumar. MYNDATEXTI: Fulltrúar Rauða kross deildarinnar útbýta reiðhjólahjálmum til barnanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar