Hinni ÞH 70 - Góð rækjuveiði í Öxarfirði

Hafþór Hreiðarsson

Hinni ÞH 70 - Góð rækjuveiði í Öxarfirði

Kaupa Í körfu

Það hefur verið góð úthafsrækjuveiði í Öxarfirði eftir að rækjubátarnir fóru út aftur eftir sjómannadaginn. Náttfari RE 59 landaði t.d. 32 tonnum á Húsavík eftir fyrstu veiðiferðina. Hinni ÞH 70, sá minnsti þeirra, 22 bt.að stærð, landaði einnig á Húsavík eftir þriggja sólarhringa veiðiferð. Að sögn Hjalta Hálfdánarsonar skipstjóra voru þeir með kjaftfullan bát, eða um fimm tonn. Hann sagði þetta vera ágætis rækju. Hjalti sagði þó nokkurn fjölda báta á svæðinu og aflabrögðin yfirleitt góð. Þetta var fyrsta veiðiferð Hinna ÞH 70 á rækjumiðin frá því Auðrún ehf. á Húsavík keypti bátinn í vetur, en hann var gerður út á þorskanet á vertíðinni. MYNDATEXTI: Héðinn Jónasson er ánægður með góðan rækjuafla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar