Elín Arnarsdóttir og bjórk Þór Jónsson

Jim Smart

Elín Arnarsdóttir og bjórk Þór Jónsson

Kaupa Í körfu

MIKIL sumarhátíð verður haldin í dag á Ingólfstorgi. Hátíðin verður opnuð af Þórólfi Árnasyni, borgarstjóra og verndara hátíðarinnar, klukkan 15. Margir þekktir jafnt sem óþekktir skemmtikraftar koma fram á hátíðinni, en kynnir verður Edda Björgvinsdóttir. "Hátíðin ber nafnið Lykill að betri framtíð og vísar til þess að við erum að reyna að opna dyr fordómanna með þessari hátíð," segir Elín Ýr Arnardóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Markmiðið með hátíðinni er að reyna að vinna gegn fordómum fyrir geðsjúkdómum og þeim sem þjást af þeim og efla vitund fólks á sjúkdómunum og meðferðarúrræðum að sögn Elínar. MYNDATEXTI. Elín Ýr Arnardóttir og Bjarki Þór Jónsson standa m.a. að hátíðinni á Ingólfstorgi í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar