Þjóðhátíðarskart - Fánafesti

Arnaldur Halldórsson

Þjóðhátíðarskart - Fánafesti

Kaupa Í körfu

Hálsfestar, orður, lindar og armbönd með íslenska fánanum eru nýstárlegur kostur fyrir þá sem telja sig vaxna upp úr fánaburði 17. júní, en fýsir eigi að síður að hafa fánann í hávegum þann dag. Hugmyndina eiga eigendur Aurum við Bankastræti, Ása Gunnlaugsdóttir, gullsmiður og iðnhönnuður, og Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður. Í vikunni hafa þær verið önnum kafnar við að hanna og búa til skartgripi, sérstaklega ætlaða fyrir fólk að skreyta sig með á þjóðhátíðardaginn. Skartið er allt á þjóðlegu nótunum og sumt gert úr gamalli, íslenskri mynt, t.d. hringir og eyrnalokkar, sem þær gullhúða. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar