Gospeltónleikar í Fíladelfíu

Sverrir Vilhelmsson

Gospeltónleikar í Fíladelfíu

Kaupa Í körfu

GOSPEL-tónlist er heillandi tónlistarform enda er þá jafnan sungið af innlifun og tilfinningu. Ekki gefst oft tækifæri til að hlýða á lifandi tónlistarflutning af slíku tagi hér á landi og því kærkomið tækifæri sem gafst síðastliðið fimmtudagskvöld, á tónleikum Gospelkórs Reykjavíkur, í notalegum salarkynnum Hvítasunnukirkju Fíladelfíu. Er skemmst frá því að segja að undirritaður varð ákaflega snortinn af því sem þar var boðið upp á og er ár og dagur síðan honum hefur liðið jafn vel undir tónlistarflutningi. MYNDATEXTI. Óskar Einarsson ásamt kór og hljómsveit á gospeltónleikum í Fíladelfíu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar