Kvennamessa í Laugardalnum

Sverrir Vilhelmsson

Kvennamessa í Laugardalnum

Kaupa Í körfu

KVENNADAGURINN var haldinn hátíðlegur víða um land í gær. Meðal viðburða var messa við Þvottalaugarnar í Laugardalnum í Reykjavík. Fjöldi manns mætti til að hlýða á Auði Eiri Vilhjálmsdóttur, prest Kvennakirkjunnar, sem stóð fyrir viðburðinum. Veðrið skemmdi ekki fyrir og víða um land sáust konur jafnt sem karlar klædd í bleikt en Femínistafélagið, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennakirkjan, Bríet, tímaritið Vera, Bandalag kvenna í Reykjavík, Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum og Kvennasögusafn Íslands stóðu fyrir fjölbreyttum viðburðum víða í gær í tilefni dagsins undir slagorðunum: "Málum bæinn bleikan."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar