Harry Potter

Jim Smart

Harry Potter

Kaupa Í körfu

Varla hefur það farið fram hjá neinum að ný bók um Harry Potter kom út á laugardag. Árni Matthíasson las bókina um Harry Potter og Fönixregluna. ENGAR BÆKUR hafa vakið viðlíka athygli á undanförnum árum og bækur Joanna K. Rowling um galdrastrákinn Harry Potter og ævintýri hans. Fyrsta bókin kom út fyrir sex árum og sú fimmta sl. laugardag eins og hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Smám saman hafa bækurnar orðið þykkari og veigameiri og sú síðasta er engin smásmíði; enska útgáfan, sem þessi umsögn er byggð á, er 766 síður. (Sú bandaríska er víst um 100 síðum lengri, en innihaldið er það sama.) MYNDATEXTI. Það var handagangur í öskjunni þegar sala hófst á fimmtu Harry Potter-bókinni aðfaranótt laugardags!

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar