Málverkasýning

Hrefna Magnúsdóttir

Málverkasýning

Kaupa Í körfu

SÝNING á 23 verkum Sigrúnar Sigurðardóttur listmálara sendur yfir á Hótel Hellissandi til 29. júní. Myndefnið er að mestu íslenskt landslag víða að en þó aðallega frá Snæfellsnesi. Þetta er þriðja einkasýning Sigrúnar auk þess sem hún hefur tekið þátt í samsýningum sem haldnar hafa verið í félagsmiðstöðinni Hæðargarði. Sigrún er fædd og uppalin á Hellissandi en flutti ung til Reykjavíkur. Hún hefur ávallt haldið tryggð við æskustöðvarnar og til staðfestingar á því enn á ný færði hún grunnskólanum að gjöf þrjú málverk þar sem myndefnið er sótt í Bárðarsögu Snæfellsáss. Hópur gesta mætti við opnun sýningarinnar á Hótel Hellissandi og við það tækifæri afhenti Sigrún skólastjóra skólans, Huldu Skúladóttur, málverkin. MYNDATEXTI. Málverkin sem Sigrún færði skólanum. Hulda t.v. og Sigrún t. h. við afhendinguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar