Sparisjóður Ólafsvíkur veitir styrki

Alfons Finnsson

Sparisjóður Ólafsvíkur veitir styrki

Kaupa Í körfu

Styrkþegar ásamt Kristjáni Hreinssyni sparisjóðsstjóra, Helga Kristjánssyni og Birni Arnalds, úr stjórn Sparisjóðs Ólafsvíkur. NÝLEGA fór fram afhending styrkja úr menningarsjóði Sparisjóðs Ólafsvíkur. Veittar voru að þessu sinni 650 þúsund krónur og hlutu þær eftirtaldir ellefu aðilar: Framfarafélagið - Ólafsvíkurdeild v/ minnisvarða um Ottó Árnason, Ríkharður Jónsson v/ útgáfu geisladisks, Lýsuhólsskóli v/ heimsóknar grunnskólanemenda frá Lilleskolen í Odense, Danmörku, nemendur 8.-10. bekkjar Grunnskólans á Hellissandi til að bæta tómstundaaðstöðu í skólanum, starfsfólk Grunnskólans í Ólafsvík v/ menningar- og menntaferðar til Kassel í Þýskalandi, Pakkhúsið - Byggðasafn Snæfellsbæjar v/ sýningarinnar ,,Pakkhúsloftið", Kántrýklúbburinn Snæstjörnurnar til fatakaupa, sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju v/ minnismerkis og minningarreits, Grunnskólinn í Ólafsvík v/ þátttöku í Comeniusarverkefni, slysavarnadeildin Sumargjöf v/ endurbóta á húsnæði deildarinnar og Leiklistarklúbbur félagsmiðstöðvarinnar Afdreps v/ götuleikhúss í sumar. Þetta er í sjöunda sinn sem styrkir eru veittir úr menningarsjóðnum og hafa verið veittar samtals 4,5 milljónir úr honum þau sjö þá sem hann hefur starfað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar