Pinku ponsulitla plötubúðin

Skapti Hallgrímsson

Pinku ponsulitla plötubúðin

Kaupa Í körfu

Verslun með því óvenjulega nafni Pinku ponsulitla plötubúðin verður opnuð á Akureyri í dag. Eigendur eru hjónin Rögnvaldur B. Rögnvaldsson og Birna Guðrún Baldursdóttir og er verslunin í 12 fermetra húsnæði við Gránufélagsgötu. Áður hefur líklega ekki verið boðin brauðsúpa til sölu í hljómplötuverslunum hérlendis, en Rögnvaldur ríður á vaðið - það sem verður í geisladiskastandinum á myndinni verður jafnan hægt að kaupa fyrir 2.000 krónur. "Það voru ekki alltaf bestu bitarnir sem fóru í brauðsúpuna í gamla daga," sagði Rögnvaldur við Morgunblaðið og gaf í skyn að í brauðsúpunni væru diskar sem almennt teldust ekki vænlegir til sölu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar