Námskeið í gerð flugdreka í Árbæjarsafni

Halldór Kolbeins

Námskeið í gerð flugdreka í Árbæjarsafni

Kaupa Í körfu

Í fyrrasumar kenndum við hér í barnablaðinu hvernig hægt er að smíða flugdreka. En nú hefur verið haldið námskeið í flugdrekasmíði á Árbæjarsafni. Kannski verður námskeiðið haldið aftur eftir verslunarmannahelgi, en margir hafa sýnt því áhuga, og ef ykkur langar á flugdrekasmíðanámskeið, þá látið fólkið á Árbæjarsafninu endilega vita. Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan fannst strákunum sem sóttu námskeiðið voðalega gaman, og voru stoltir þegar flugdrekarnir þeirra tókust á loft. MYNDATEXTI: Þessi litli flýgur mjög vel, og fæst á Árbæjarsafni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar