Sörlafélagar

Sigurður Sigmundsson

Sörlafélagar

Kaupa Í körfu

"Það er stormur og frelsi í faxins hvin, sem fellir að brjóstinu dægursins ok. Jörðin, hún hlakkar af hófadyn. Sem hverfandi sorg er jóreyksins fok." Svo kvað skáldið Einar Benediktsson en sumarið er tími útreiðartúra. Sumir láta nægja að ríða um næsta nágrenni meðan aðrir fara í lengri ferðir um stórbrotin öræfi landsins. Margir hestamenn líta á slík ferðalög sem hápunkt hestamennskunnar. Eins og sjá má á myndinni var fjölmenni í Þórsmerkurferð Sörlafélaga úr Hafnarfirði en mörg hestamannafélög standa fyrir skipulögðum útreiðartúrum fyrir félagsmenn sína. /Ekki annar texti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar