KA - Sloboda

Skapti Hallgrímsson

KA - Sloboda

Kaupa Í körfu

KA og Sloboda Tusla skildu jöfn, 1:1, í seinni leik liðanna í Intertoto-keppninni sem fór fram á Akureyrarvelli á laugardaginn. Sömu úrslit urðu í leik liðanna úti í Bosníu og því var leikurinn framlengdur. Ekkert mark var skorað í framlengingunni en KA-menn voru mun nær því að skora sigurmarkið. Vítakeppni var því eina tiltæka leiðin til að skera úr um hvort liðið kæmist í aðra umferð og þar hafði Sloboda betur og skoraði úr þremur vítum en KA tveimur. Lokatölur leiksins urðu því 3:4, gestunum í vil, og þátttöku KA í Evrópukeppni lokið. MYNDATEXTI. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson fagnar marki sínu í seinni hálfleik, er hann jafnaði með glæsilegu skoti yst úr vítateignum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar