Bændagisting í Laugardalnum

Kári Jónsson

Bændagisting í Laugardalnum

Kaupa Í körfu

Þrátt fyrir að Laugarvatn hafi verið mikill ferðamannastaður í gegnum tíðina hefur ekki verið bændagisting í Laugardalnum fram til þessa. Nú hafa hjónin Björg Ingvarsdóttir og Snæbjörn Sigurðsson í Efsta-dal bætt úr þessu. Á dögunum tóku þau í notkun fjögur tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum, eldunaraðstöðu og heitum potti. Boðið er uppá silungsveiði í Brúará, fallegar gönguleiðir og hestaferðir fyrir þá sem taka gistingu í Efsta-dal. Stutt er frá gistingunni á golfvöllinn í Miðdal og Úthlíð. Myndatexti: Snæbjörn Sigurðsson og Björg Ingvarsdóttir á pallinum við heitapottinn í Efsta-dal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar