Breskir fjallamenn

Breskir fjallamenn

Kaupa Í körfu

"ÞETTA var erfiðara en við héldum," sagði breski fjallagarpurinn Hugh Deeming skellihlæjandi í gervihnattasímann uppi á Vatnajökli undir lok leiðangurs þeirra Jonathans Carrivicks á dögunum. Tíu daga leiðangur þeirra var farinn í fjáröflunarskyni fyrir krabbameinsrannsóknir hjá Konunglega Marsden-spítalanum í Lundúnum og hafa safnast ríflega 6 þúsund pund. Þeir félagar luku leiðangri sínum á sunndagsmorgun í Kverkfjöllum og gekk allt stóráfallalaust. Í símaviðtali við Deeming sagði hann þó litlu hafa munað að þeir lentu í stormi. "Við vorum heppnir í síðustu viku og rétt tókst að komast í skálann á Grímsfjöllum áður en stormur upp á 35 m/sek skall á," sagði hann. MYNDATEXTI. Hugh Deeming og Jonathan Carrivick hafa safnað um 6 þúsund pundum til krabbameinsrannsókna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar