Veitt í Elliðá- Sjálfstæðar myndir

Arnaldur Halldórsson Sími 893-1353

Veitt í Elliðá- Sjálfstæðar myndir

Kaupa Í körfu

ELLIÐAÁR eru sennilega meðal fárra laxveiðiáa í heiminum sem finna má innan borgarmarka. Ekki er gott að segja hversu langt að veiðimennirnir voru komnir sem renndu fyrir lax í ánni í gær en fyrir borgarbúa er alltént stutt að fara. Veiðin í ánni hefur gengið vel í sumar og betur en mörg undanfarin ár, að sögn Magnúsar Sigurðarsonar veiðivarðar. "Það er miklu meira líf í ánni en áður. Þetta er loksins á leiðinni upp eftir að áin steytti á skeri 1995 þegar kýlaveikin kom upp og drap stóran hluta stofnsins." Hann segir að gott ástand nú megi að miklu leyti þakka Orkuveitu Reykjavíkur og Veiðimálastofnun. Í gær veiddust sex fiskar í ánni. /Ekki annar texti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar