Listnámskeið í Kramhúsinu

Arnaldur Halldórsson Sími 893-1353

Listnámskeið í Kramhúsinu

Kaupa Í körfu

Listnámskeið fyrir börn sem vilja skapa og leika sér er nú haldið í Kramhúsinu. Á meðal þess sem börnin gera er að leika trúða, búa til grímur, fara í jóga og leika sér með kennurunum sínum sem finnst það jafngaman. Ingibjörg Stefánsdóttur þekkja margir frá því hún söng fyrir Íslands hönd í söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva um árið og lék í nokkrum kvikmyndum. Hún lauk námi í leiklist frá Neighborhood Playhouse School of the Theatre í New York árið 1998 og hefur unnið að leiklistinni síðan, sl. ár hefur hún starfað hjá Möguleikhúsinu sem er leikhús fyrir börn. Ingibjörg hefur einnig menntað sig sem jógakennara og starfar sem slíkur í Kramhúsinu. MYNDATEXTI: Allur barnahópurinn í fullum skrúða. Börnin eru á aldrinum 9-12 ára.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar