Theodore R. Beck efnaverkfræðingur

Þorkell Þorkelsson

Theodore R. Beck efnaverkfræðingur

Kaupa Í körfu

ÚT er komin bókin Á Skipalóni eftir Jón Sveinsson, Nonna, á ensku og er hún til sölu í Nonnahúsi á Akureyri, en Theodore R. Beck í Seattle í Bandaríkjunum, sem er af íslenskum ættum, sá um útgáfuna. Theodore R. Beck, efnaverkfræðingur, hefur tekið miklu ástfóstri við Ísland og haustið 1996 færði hann Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni veglega bókagjöf úr einkasafni sínu, um 1.000 bindi á sviði rafefnaverkfræði, sem hann ætlaði til stuðnings rannsóknum og þróun í stóriðju á Íslandi. Í formála nýju bókarinnar kemur fram hjá honum að Sveinn Þórarinsson, faðir Nonna, var bróðir Þórarins Þórarinssonar, langafa Theodores. MYNDATEXTI. Theodore R. Beck í Seattle styrkir Nonnahúsið á Akureyri með því að gefa Á Skipalóni út á ensku. Skyggna (20.10.1996)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar