Undirfjöll Snæfellsjökuls

Hrefna Magnúsdóttir

Undirfjöll Snæfellsjökuls

Kaupa Í körfu

FRÁ OPNUN þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sumarið 2001 hefur þeim fjölgað stöðugt sem leggja leið sína vestur undir Jökul til að skoða og njóta fjölbreyttrar náttúru þar um slóðir. Snæfellsjökull sjálfur er enn sem fyrr sá staður sem flestir stefna á en í síauknum mæli leitar nú fólk annarra staða. Gönguleiðirnar eru mjög fjölbreytilegar og svo eru margir staðir þar sem aðeins þarf að stoppa bílinn og ganga nokkra metra og sjá þar áhugaverða náttúru eða þá gamlar minjar. Fimmtán manna gönguhópur undir forustu Kristínar Einarsdóttur, fyrverandi alþingismanns, er um þessar mundir að ganga á þrjú af undirfjöllum Jökulsins ásamt því að ganga spölkorn inn á hann sjálfan í leiðinni. Fjöllin sem þau ráðgera að fara á eru: Geldingafell vestra sem er hæst undirfjallanna 830 m, Svörtutindar og Bárðarkista. Öll eru þessi fjöll norðvestan við Jökulinn. MYNDATEXTI. Gönguhópurinn kominn í um 500 m hæð tilbúinn að hefja gönguna á Svörtutinda, Geldingafell, og Bárðarkistu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar